Racing the Planet æfingar

Smám saman er að síast inn hjá bónda mínum að ég er raunverulega að meina það að ég mun eyða fyrstu vikunni af ágúst á Íslandi, nánar tiltekið frá Kerlingafjöllum til Bláa Lónsins, á fæti.  Hann er búinn að reyna allt til að fá mig ofan af þessu en eftir að hann hélt fertugsafmælið sitt hér um borð með afbragðsmönnum varð mér ljóst að ég yrði að gera eitthvað svakalega skemmtilegt til að finnast hann ekki hafa haft "betra" afmæli en ég!  Þetta er að sjálfsögðu fáranleg hugsun en það breytir því ekki að ég er skráð í hlaupið. 

http://www.4deserts.com/blogs/il_comptetior_blog.php?pid=MTk4Mw==&blog=128 

Það er of mikil vinna að blogga á mörgum tungumálum um þetta en ef einhver hefur áhuga þá set ég inn hér linkinn á Racing the planet - 4 deserts bloggið, þar mun ég setja uppfærslur af og til. 

 Við Arthúr á göngu 3

Svona ykkur til fróðleiks þá voru gengnir ca 40 km þessa helgina, og uppskar ég mjög auma tá.

Gleðilega páska kæru vinir.

H


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Hulda hvað ég er stolt af þér :-)

Ég verð á hliðarlínunni

Luv. Birna Kristín

Birna Kristín (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 11:16

2 Smámynd: Hulda Þórey Garðarsdóttir

Takk fyrir það dúllan mín, ég hlakka til að sjá þig.  En svona grínlaust þá vantar einmitt local sjálfboðaliða, er víst mjög skemmtilegt, svona ef þig langar?  xx

Hulda Þórey Garðarsdóttir, 3.4.2013 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband