Bakkgír

Svo er ég á flugvellinum að ná í Kristján Björn, einu sinni sem oftar.  Ég er með eitt af mínum uppáhaldslögum í botni í bílnum og þar sem ég ákveð að gefa einum þjáningarbróður tækifæri (það er erfitt að fá stæði og ég er að hleypa honum í stæðið fyrir framan mig), bakka ég bílnum aðeins. 

 

Svo er eitthvað erfitt að bakka og mér finnst eins og hann sé ekki að hreyfast neitt, kanski ekki í gír eða eitthvað svo ég gef hraustlega inn, og enn hreyfist bíllinn ekkert.  

Sem betur fer er jú tónlistin í botni svo ég er ennþá glöð. 

Og sú gleði hélst í smá stund eftir að ég var búin að gefa allt í botn þrisvar og reyna að bakka án þess að þokast neitt, og varð litið í spegilinn og varð ljóst að bíllinn fyrir aftan mig, ábakkaður þrisvar sinnum, var orðinn ansi hreint beyglaður. 

Maðurinn þar inni hefur haft eitthvað voðalega óhreint á samviskunni því hann vildi alls ekki fá lögregluna og þaðan af síður tryggingafélagið og lét mig ekki borga neitt fyrir mjög svo beyglaðan stuðarann á nýjum jeppa. 

Ég hef nú alltaf síðan fundið fyrir því og fattað þegar ég var að bakka á einhvern, en þetta lag á alveg sérstakan stað í hjarta mínu eftir þessa sérstöku bakkreynslu.  

Annars sendi ég góðar kveðjur til Akureyrar, til þess ágæta manns, Kristjáns Björns sem reyndar er einn af furðufuglunum sem hér gerðu sér vetrar- og stundum sumarsetu á bát og í húsi.  Það væri gott að fara að fá þig aftur kæri vinur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver annar en þú :-)

Þú ert frábær eins og þú ert Hulda mín.

Birna Kristín (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 11:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha ótrúleg saga með bakkgírinn.  En gott að allt fór vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2013 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband