Borðið þér rjúpur eða grís - eða jafnvel hangikjöt?

Ég setti fram spurninguna á Facebook fyrir nokkru.  Fljótt kom í ljós að fæstir skildu langlokuna.  En spurningin er sumsé hypothetical, og átti í þessu tilviki við vinnu mína.  

Flestir koma til mín til þess að fá mæðravernd og ráðgjöf.  Eftir því sem ég gef fólki meiri tíma kemur í ljós að jafnmikil þörf er á því að ræða ýmis undirliggjandi mál sem snerta viðkomandi - nokkuð óháð því hvort barn sé í bumbunni. 

Flestir hafa ekki aðgang að neinum til að ræða slíkt, -góðir vinir eru annað hvort ekki ákjósanlegir hlustendur eða fjarri og sama gildir um ættingja.  

 

Því lengur sem ég hlusta kemst ég að því að fólk hefði betur spurt spurningarinnar, snemma.

Á fyrsta stefnumóti. 

Það myndi spara þeim mörg vandamál.  

 

Og minnka skilnaðartíðnina mjög. 

 

Spurningin gæti að sjálfsögðu verið önnur, enda tilbúin, ímynduð.  Hypothetical, vegna skorts á góðri þýðingu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband