Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Miðjuraunir

Ég hef oft lesið og heyrt um miðjubörnin, hvað þau eiga erfitt.  Og þegar ég skoða í kringum mig þá verð ég að viðurkenna að það hlýtur að vera stundum erfitt að vera miðjubarn.

Bæði ég og Steini minn erum elstu börn og höfum alltaf fengið allt sem við vildum.  Hin aumingjns systkinin hlýða stjórnlaust og veslings foreldrar okkar þora ekki annað en láta undan frekju og forystugangi enda annað augljós beiðni um vandræði. 

Því verður að taka ofan fyrir miðjubörnunum sem komast klakklaust í gegnum æsku og framhaldsár.  Þau þurfa stöðugt að vera í því hlutverki að miðla málum, að sættast á við næstbesta, að vera í minna sviðsljósi, að það séu ekki til myndir af þeim í albúminu og gestir fatta ekki hvað þau eru dugleg, flott, myndarleg, klár, sýnileg.  Og foreldrarnir, sama sagan með þau.  

En raunin er sú að miðjubarnið á alla aðdáun skilið, það er í oft snjallara og úrræðabetra en hin, það þarf raunverulega að hafa aðeins fyrir lífinu, sem er okkur öllum hollt.  Það er líka hógvært því annað getur það ekki.  

Ég er svo heppin að eiga eitt frábært miðjubarn, lítinn nörð sem er reyndar eiginlega alveg eins og ég sjálf þó ég sé fyrstabarn, veggjablóm á stundum og bókaorm sem stundum finnst bara best að vera ein í herberginu mínu.  Hún gleymist aldrei en stundum gleymist að geta þess hversu dásamleg hún er.  Við vorum skemmtilega minnt á það í síðustu viku þegar hún stóð ásamt fáeinum öðrum eftir í úrslitum hæfileikakeppni skólans síns.  

Knús og koss til þín dúllan mín, við vorum að springa af stolti og þið hefðuð náttúrulega átt að vinna:

https://www.facebook.com/photo.php?v=10200817551862108 


...ekki minningargrein

Ég stend í stórum sal og horfi yfir þessa sléttu af skóla sem er fyrir framan mig.  Krakka út um allt og kennara á labbi og allir virðast vera að fara eitthvað eða hafa verkefni nú þegar.  Það er dagur tvö í skólanum og mér fannst jafn gaman í strætó á leið í skólann en í gær en jafn skrítið að ganga inn í bygginguna. Hvert á ég að fara?  Hvar get ég sest?  Mitt venjulega sæmilega sjálfstraust er alveg týnt og tröllum gefið. 

Mér verður litið upp og skyndilega er eins og lítið ljós lifni í fjarska, þarna hinu megin í salnum.  Og ég finn strax léttinn.  Í minningunni var bara svona lítill engill á ferð.  Og ímyndið ykkur svona cheezy auglýsingu þar sem tveir aðilar hlaupa hægt í fangið á hvorum öðrum.  Þannig fann ég Höbbu mína þarna í MH. 

Í ljós kom að við vorum í sömu sporum.  Og síðan þá er bara líklega ekki dagur sem hún er ekki búin að vera partur af mínu lífi, ýmist með því að vera einmitt þar við hlið mér eða svona sem einhver eind sem er klemmd við mig.

Við gengum í gegnum svo marga súra og sæta kafla á þessum menntaskólaárum og síðar og hún er klárlega ein af þessum konum sem alltaf lýstu skært á kaflaskilum, sem og beinum og bugðóttum vegum. 

Þegar við bjuggum saman í eins herbegis íbúðinni í Grænuhlíð áttum við ákveðinn prime-tíma, það þarf alveg sérstakt fólk til að geta lifað svona eins og við gerðum held ég og kanski var það að hún var frá Kirkjubæjarklaustri og ég frá Kópaskeri sem leyfði okkur að komast í gegnum þennan vetur án þess að klóra úr hvorri annari augun.  Meira að segja man ég bara eftir einu rifrildi.  Fyrir utan inniköttinn sem olli talsverðu fjaðrafoki.  Tónlistin sem við spiluðum í fermingargræjunum, svart hvíta sjónvarpið, Blues Brothers plaggötin.  Það eru ekkert rosalega margir sem ég get verið alveg ég sjálf innan um, en þarna er ein. 

Það er ekkert hægt að byrja að tala um allar okkar góðu stundir því þær eru svo margar.  Og eftir því sem árin líða verður mér bara betur og betur ljóst hversu mikilvægt er að eiga svona máttarstólpa í kring um sig.  Sagt er að maður verði feitur ef maður á marga feita vini, og þá hlýtur maður líka að verða skemmtilegur og klár og fallegur ef maður á þannig vini.   Án efa ein af mínum stærstu fyrirmyndum og næstum því systir mín.  Knús og kossar til þín frábærasta. 


Leiðarljós

Ég velti því stundum fyrir mér hvernig hefði farið fyrir mér á nokkrum krossgötum lífs míns ef ekki hefði verið til staðar fólk sem ég vildi gjarna fylgja og tók því réttu leiðina og hafði góða leiðsögn, a.m.k. í það skiptið. 

Flestir vita líklega ekki einu sinni af því að hafa verið þetta leiðarljós.  Sorglega er að margir fá aldrei að heyra það, það er bara skrifað í minningargreinar, 10 dögum eftir að fólk deyr.  

Í Hjarðarási, þar eru nokkur leiðarljós, afar góð.   

 

 

 


Þjálfun fyrir Ísland, dagur eitt. Finnst einhverjum skemmtilegt að lesa það?

... ekki get ég ímyndað mér það.

 

Dagur með göngutúr um hólana hér í kring, armbeygjum bekkjunum og góðri tónlist.  Ein góð kona skrifaði um hvað einveran er stundum góð og þessir morgnar í kyrrðinni eru einmitt þannig.  Fjarri öllum skarkala, nema þá einstaka pönklagi eða rokki.  

Það er fátt ljúfara en að tylla sér á stein og skima út á sjóinn á ekki neitt sérstakt, með Arthúr andandi á annað hnéð á mér, fullan af gleði.  Sól og fuglar.

 img_2011.jpg

Elvar ofurkokkur freistaði mín með súkkulaðiköku sem ég að sjálfsögðu neitaði. 

 

Brokkólí er það heillin.  Og Leonard Cohen.  Mal mal.

 

Kveðja úr æfingabúðunum.  


Endanlega búin að tapa mér, eða frábært afmælisár?

 Það er ennþá möguleiki að elskuleg systir mín hætti að djöflast í rugbý og komi með í þetta, og við erum einu Íslendingarnir.  Við verðum svo sannarlega að vona að við komumst á leiðarenda! 

Elsku vinir, vonandi sjáum við sem flesta við endamarkið í Bláa Lóninu 10. ágúst nk.  Nudd og freyðivín fyrirfram þegið!  

Racing the planet conf


Bryggjan í Reykjavík og Beitningarskúrarnir og Bítlarnir

í fyrradag var góðu kvöldi eytt þar. 

Ég sá í blaðinu að þar myndi svokallað band:  Bítlabúddarnir spila.  Því var haldið á bryggjuna á stað sem heitir Haiti og þar var ágætur vert og ung stúlka sem gáfu okkur að drekka og svo frábært lítið band sem spilaði bítlalög.  

 

Á meðal þeirra var mitt uppáhalds bítlalag. 

 

Takk kæra Heiða í unun og Leó Akureyringur og þið hin.  Frábært kvöld með góðu fólki.  Elfa og Egill, Frosti, Þorvaldur, - áfram svona spontant, þetta virkaði svo vel.   

 

Bítlakveðjur. 


Einmana

Ég ólst upp í litlu þorpi úti á landi og leið vel í samfélaginu.  Skólaárin voru notaleg og sérstök, þökk sé meðal annars óhefðbundnum kennsluaðferðum Péturs Þorsteinssonar og fleiri góðra kennara sem þarna voru.  

Ég gleymi því seint deginum þegar ég fór til Reykjavíkur og fann tilfinningu frelsis og nýheita og fór í fyrsta sinn í strætóinn til að komast í menntaskólann, og svo þegar ég gekk inn í stofnunina og hlakkaði til að hlakka til þessa nýja kafla. Líklega hafa flestir gengið í gegnum þetta svo það þarf lítið að útskýra. 

Ég fór að leita mér að skólastofu og gera það sem gera þurfti og mjög fljóstlega varð ég vör við þessa tilfinningu sem ég gat engan veginn útskýrt.  Klárlega ekki gleði eða tilhlökkun.  Þegar leið á önnina var hún enn þar.  Og ári seinna var hún enn þar. 

 

Og þetta var þessi einmanaleiki. 

 

Innan veggja skólans var ákveðið skipulag og flestir sem þar voru, til heyrðu hópum sem komu saman í skólann og þar sem þarna var ekki bekkjarkerfi, hitti maður fyrir mismunandi fólk í hverri kennslustund.  Í fyrsta sinn á ævinni var ég vör við það hversu mikilvægt það var mér að tilheyra hópi og vera partur af samfélagi sem var þéttofið.  

Ég gleymi því ekki hvað það var erfitt að ganga inn um dyrnar á hverjum einasta degi,  dag eftir dag, og vita, að enginn, ekki ein sála innan veggja skólans, myndi taka eftir því hvort ég mætti þennan daginn eða ekki.  

 

Ekki ein mannvera. 

 

Það var þar til ég hitti samsálu mína frá Kirkjubæjarklaustri sem án efa bjargaði mér frá andlegu dauðsfalli.

 

Það mun ég skrifa um næst.


Að vera útundan

Ég hitti nýverið tvo einstaklinga sem tjáðu mér að ég hefði beitt þá einelti og margir aðrir einnig.  VIðkomandi voru í nokkuð ágætu formi og höfðu til allrar hamingju alist upp án þess að einelti hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar, en þetta sat í þeim og þó ég hefði sjálf ekki upplifað það svo að ég hefði verið gerandi þá áttu öll rök og skýringar þeirra fullan rétt á sér og ég varð að samþykkja að ég hafði jú verið ósanngjörn og andstyggileg.

Sem betur fer hefur eineltisumræðan farið af stað og í dag eru fleiri meðvitaðir en áður.  Ég vona að mínir krakkar verði hvorki gerendur né þolendur og hef sjálf reynt að hemja mínar óendanlegu hvatir til þess að stríða fólki, því nú geri ég mér grein fyrir því að það er ekki alltaf jafn sjálfsagt að taka slíkri stríðni, sér í lagi ef hún er síendurtekin.

En ég ætlaði nú ekki að skrifa um einelti.  Mér bara fannst að ég yrði að segja þetta því ég ætlaði að segja aðeins frá því hvernig er að vera útundan, þ.e. minni eigin upplifun af því. Og það er eitthvað svo lítilvæglegt í samanburði við það að vera beittur einelti að ég eiginlega skammast mín aðeins fyrir að vekja einu sinni máls á því.

En þjóningar eins gera ekki endilega annars neitt minni og það er alveg í lagi að segja frá án þess að vilja meðaumkun fyrir það.  Svo að ég mun í næsta bloggi segja frá því hvernig var að vera útundan.

Allir sem ég hef beitt einelti í fortíðinni, beint eða óbeint, ég bið ykkur innilega afsökunar.


Gott að ekki fór verr

kæmi mér samt ekki á óvart ef þessi sé af vellinum, rysksugan.
mbl.is Kviknaði í ryksugu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnslöggan

Ég las nokkuð góðan pistil í morgun eftir einn ágætan Kolbein Óttarsson sem ég hafi nokkuð viss um að ég hafi haft sem kærasta í 2 daga þegar ég var 10 ára. 

Hann talar um hvað okkur er öllum orðið tamt að segja hinum fyrir verkum.  Mikið er ég sammála honum og viðurkenni um leið að ég er engu skárri.  Á sama tíma, bara við að halda áfram að lesa blaðið þá sér maður að hann hefur alveg rétt fyrir sér.  Blaðið er fullt af allskonar reglu - umræðu. 

Hvað má segja, hverju má gera grín að, hvernig skulu börn, foreldrar og aldraðir haga sér (hvernig skyldi ástandið vera á Hrafnistu þar sem aldraðir velta líklega um blindfullir, hver um annan) og fleira og fleira.

Það sem var samt brandari dagsins hjá mér var, 3ja daginn í röð, umræðan um rafmagnstæki af vellinum.  Á hverri mínútu sem líður, styttist í alvarlegt slys - segir formaður rafiðnaðarsambands Íslands. 

Á hverri mínútu!  Mér þætti gaman að vita hver þessi gríðarlega hætta er.  Nú er ljóst að ameríska þjóðin öll er ekki í meiri hættu en sú íslenska vegna lélegra rafmagnstækja eða hvað?  Þarnfa eru á ferðinni tæki sem verið er að keyra  á upgefinni spennu eftir sem áður, það er bara búið að spenna niður 230 v í 110.    Hver er hættan?  Ætlar lekaliðinn ekki að virka eins vel, ef hans er þörf?  Eða hvað mun gerast? 

Getur verið að okkar venjulegi íslenski hroki alveg að fara með okkur, eða eru kanski hagsmunaárekstar á ferðinni?  Er einhver þarna úti sem vill ekki að nokkur hundruð þvottavélar fari ódýrar inn á neytendamarkaðinn? 

Er það raunverulega ólöglegt? 

Stundum finnst við svo kjánleg, þessi þjóð.  Við erum í miðri kreppu og fólk á ekki fyrir mat.  Hendum samt þúsundum rafmagnstækja því þau eru ekki rétt merkt.

Nú er ég með glænýja ameríska hrærivél hér inni í búri hjá mér sem ég kippti með mér frá Hong Kong.  Hún er með þessum fína spenni sem ég tengdi hana í og virkar þrusuvel.  En eftir lestur blaðsins glamra í mér tennurnar af skelfingu, fyrst og fremst náttúrulega því ég er hrædd um að fá raflost og innri líffæri fari í verkfall, svo er það náttúrulega minnisleysið sem ég má búast við á næstunni, eða á næstu mánuðum eða jafnvel árum, en hræddust af öllu er ég við


Rafmagnslögguna! 

...skyldu þeir banka upp á á eftir???

aja.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband