Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

99 dagar til stefnu - Racing the Planet

Nú er allt að gerast í þjálfuninni okkar systra og það er orðið staðfest að við erum báðar skráðar í hlaupið góða, ásamt með vinkonu okkar og myndum við þar með lið, sem einnig er staðfest að mun heita ICELAND PLUS. 

 

Sem sannkallaðar íþróttagyðjur þá leggjum við náttúrulega fyrst og fremst áherslu á útlitið, þjálfunin er númer tvö, og því er verið að hanna á okkur gallana og haft að leiðarljósi að engin appelsínuhúð geti nokkru sinni sést í gegnum spandexið. 

 

Og verið er að leita að söng, því við munum koma inn með armageddon style og það verður að vera afar powerful lag sem hljómar með. 

 

Allskonar frábærar fréttir varðandi stuðningsaðilana og skemmtun á fjöllum og líka í endamarkinu, en við hlökkum náttúrulega alveg svakalega til að hitta einhverja ættingja og vini á endastöðinni, líklega í Bláa Lóninu eða við það svæði, þann 10. ágúst.  

Segja okkur vinir sem hafa gert sambærileg hlaup að það sé ansi líklegt að við munum ekki hlaupa í mark í orkumiklum spretti, heldur frekar hökta á sundurklipptum skóm því neglur muni detta af og blöðrur setja mark sitt á göngulag og stíl.  

Við kippum okkur ekki upp við þetta og þjálfum nú stíft, - ca 100 sinnum styttri vegalengdir - en þjálfum þó.  

 

Við höfum fulla trú á okkur sjálfum.  Amk ég á henni og hún á mér.  Og við á okkur.  

 

Hér er eitt viðeigandi: 

 

 

 


Sögur úr starfi og lífi - maður kemst langt á fylgjunni

Mér virðist, þegar ég rifja upp eitthvað skemmtilegt til að segja frá, að ég hljóti að eyða löngum stundum í bílnum mínum, sem er reyndar rétt og  gott því mér finnst svo gaman að keyra og enn betra í góðum bíl en það sorglega er að núverandi bíll fellur illa í þann flokk og verður að breyta hið bráðasta, hvað segir þú um það kæri boss, Sjálfstæðis lumma og partner-in-crime, Strúlla? 

Þetta varð mér ljóst því svo margar sögur gerast þar sem ég er undir stýri. 

Í síðustu varð skemmtileg uppákoma því ég var einu sinni sem oftar að keyra á hraðbrautinni frá North Point til Central, snemma morguns og hafði áður eytt hálftíma í að semja um stöðumælasekt, eða öllu heldu gangbrautarsekt þar sem ég hafði næturlangt lagt bílnum mínum á gangstéttinni á eina blettinum sem var laus fyrir utan 60 hæða blokk, hverri ég var í að taka á móti barni og vildi hafa neyðaráætlunina virka og bilinn klárinn ef ske kynni að það þyrfti að bruna á spítala.  Lögreglan var ekki alveg sammála þessari þörf og þegar ég var sótt, legvatnsblaut upp að olnboga og með blóðslettu á nefinu, var heilt þing lögreglumanna að kvabba um hversu ósvífin þessi lagning var. 

 

Ég var með svör á takteinunum og málið leystist fljótt og örugglega enda hef ég áður staðið í ýmsum viðræðum við lögregluflotann hér í Hong Kong og þetta var klárlega í minnihátarmála-flokknum. 

 

Ég var því nokkuð glogga.jpglöð með mig bara þegar ég keyrði að fæðingu lokinni í vinnuna til að skila af mér einu og öðru og þegar í mig var hringt tók ég upp símann án þess að vera nokkuð endilega að velta mér frekar upp úr lögum og reglum borgarinnar og tók því ekki nema tíu sekúndur fyrir einn laganna þjón að koma aftan að mér - aftur. 

Það er stundum gott að vera á merktum bíl en stundum ekki og þegar SMS unum með brosköllum og gríni tók að rigna yfir mig frá kúnnum og vinum sem voru einmitt einnig á leiðinni í vinnuna þennan morgun og sáu mig vera í enn einu pull-over-inu af lögreglunni, var mér lítil kæti í huga. 

Maðurinn vildi endilega upplýsa mig um allar hætturnar sem fylgdu því að tala í síma á ferð og ég reyndi að segja hversu sammála ég væri honum og að þetta væri að sjálfsgöðu þeim sem hringdi í mig að kenna en ekki mér og að ég myndi aldrei gera þetta aftur og allt það (ég hélt um tíma að ég væri í Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn, ég hrað... talaði svo mikið). 

 

Svo var ég alveg komin inn í horn og hann vildi ekki gefa sig, þegar mér datt snilldar ráð í hug.  Við hlið mér í sætinu sat gulur poki sem ég var á leið með í sóttmengunarfyrirtækið og efst í honum var dallur með hluta af afurðum fæðingarinnar.  Ég reif því í dallinn og rak fram í lögreglunnar þjón og kallaði á hann skrækum rómi að ég væri á leið á spítala og það væri urgent, hér væri líffæri. 

 viltu_fylgju_logga.jpg

Maðurinn hafði líklega aldrei séð fylgju og varð mjög um við þessa sýn. 

En mér var sleppt á stundinni og leið dágóð stund áður en hann steig á hjólið sitt, hann klóraði sér lengi í hjálminum og stóð þarna á hliðarlínunni ennþá þegar ég brunaði áfram mína leið, - sektarlaus þrátt fyrir þrálát brot þennan morguninn.

 

 

 

Og klukkan ekki einu sinni orðin átta.

 

 

 

Hver segir að fylgjur séu ekki magnaðar.


...óheyrilega gaman að fara í gegnum gamla tölvupósta. Rebekka var að senda mér þennan:

Ég sver tíu fingur upp til hans þarna uppi að ég meinti ekki eitt dónalegt korn með þessum tölvupósti en vinir okkar tóku þessu afar undarlega:

 

 

From: Hulda Thorey - Annerley [mailto:hulda@annerley.com.hk]
Sent: Saturday, February 19, 2011 6:34 PM
To: 'Alexandra Dickson Leach'; Rebekka Kristin; Pascale Vincent; 'Peter Stockdale'; 'Bjarki V Gardarsson'; Deb Taylor; 'James Lewis'; 'Karin Siegler'; 'Michelle Norman'; annasiggas@simnet.is; starrihk@gmail.com; 'Steindor Sigurgeirsson'; 'Peter Deacon'; 'Freyja STEINDORSDOTTIR'; 'Donna Watts'; 'Fiona Chinneck'

Subject: Our little cock...

 

…is homeless now that we moved to the boat. 

If anyone has space in their hearts to love him, he is the most adorable house pet.  He was supposed to eat all our waste food but he is a little picky and will only eat special food like couscous and Japanese beef.

 

We were told just to eat him when we could not keep him any longer but Steindor stood there with the axe for 2 hours last night and just could not blow.  When I fetched him at midnight, I saw him secretly wipe some tears away.  They are very close, him and the cock. 

So, you know how to reach me, <<...>>

Ps. He is the one in the middle.

 

fyglin.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

....og svo komu svörin:

 Ayaaaa!  Hulda...i have locked the doors.  You will sleep in the chicken shed tonight.

 

Ouch,...Steindor this email thread is going to hurt more than getting rid of the bird...

 

Thanks for the offer Hulda, it is most appealing. But when I asked my wife if she&#39;d like to see the cock she pulled that face you get when you&#39;re swallowing a small amount of vomit in the back of your throat.
I guess the idea of waking up to the cock each day just doesn&#39;t have the appeal it used to.
Good luck with your search for a new owner. It&#39;s hard to sell an asset like this that is fully depreciated and has clearly seen better days.

 

 Can someone remove Starri (13yrs old) and Freyja (12yrs old) from this thread before we proceed with the negotiations on who gets the fowl. :)

 

 Hulda,
Surprisingly we have some friends who are interested in your little sale item. However, they&#39;re concerned about how much room it will take up. I assured them, from what I&#39;d heard, that it is "smaller than average". Can you confirm?

 

 


Bakkgír

Svo er ég á flugvellinum að ná í Kristján Björn, einu sinni sem oftar.  Ég er með eitt af mínum uppáhaldslögum í botni í bílnum og þar sem ég ákveð að gefa einum þjáningarbróður tækifæri (það er erfitt að fá stæði og ég er að hleypa honum í stæðið fyrir framan mig), bakka ég bílnum aðeins. 

 

Svo er eitthvað erfitt að bakka og mér finnst eins og hann sé ekki að hreyfast neitt, kanski ekki í gír eða eitthvað svo ég gef hraustlega inn, og enn hreyfist bíllinn ekkert.  

Sem betur fer er jú tónlistin í botni svo ég er ennþá glöð. 

Og sú gleði hélst í smá stund eftir að ég var búin að gefa allt í botn þrisvar og reyna að bakka án þess að þokast neitt, og varð litið í spegilinn og varð ljóst að bíllinn fyrir aftan mig, ábakkaður þrisvar sinnum, var orðinn ansi hreint beyglaður. 

Maðurinn þar inni hefur haft eitthvað voðalega óhreint á samviskunni því hann vildi alls ekki fá lögregluna og þaðan af síður tryggingafélagið og lét mig ekki borga neitt fyrir mjög svo beyglaðan stuðarann á nýjum jeppa. 

Ég hef nú alltaf síðan fundið fyrir því og fattað þegar ég var að bakka á einhvern, en þetta lag á alveg sérstakan stað í hjarta mínu eftir þessa sérstöku bakkreynslu.  

Annars sendi ég góðar kveðjur til Akureyrar, til þess ágæta manns, Kristjáns Björns sem reyndar er einn af furðufuglunum sem hér gerðu sér vetrar- og stundum sumarsetu á bát og í húsi.  Það væri gott að fara að fá þig aftur kæri vinur.


Racing the Planet æfingar

Smám saman er að síast inn hjá bónda mínum að ég er raunverulega að meina það að ég mun eyða fyrstu vikunni af ágúst á Íslandi, nánar tiltekið frá Kerlingafjöllum til Bláa Lónsins, á fæti.  Hann er búinn að reyna allt til að fá mig ofan af þessu en eftir að hann hélt fertugsafmælið sitt hér um borð með afbragðsmönnum varð mér ljóst að ég yrði að gera eitthvað svakalega skemmtilegt til að finnast hann ekki hafa haft "betra" afmæli en ég!  Þetta er að sjálfsögðu fáranleg hugsun en það breytir því ekki að ég er skráð í hlaupið. 

http://www.4deserts.com/blogs/il_comptetior_blog.php?pid=MTk4Mw==&blog=128 

Það er of mikil vinna að blogga á mörgum tungumálum um þetta en ef einhver hefur áhuga þá set ég inn hér linkinn á Racing the planet - 4 deserts bloggið, þar mun ég setja uppfærslur af og til. 

 Við Arthúr á göngu 3

Svona ykkur til fróðleiks þá voru gengnir ca 40 km þessa helgina, og uppskar ég mjög auma tá.

Gleðilega páska kæru vinir.

H


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband