Miðjuraunir

Ég hef oft lesið og heyrt um miðjubörnin, hvað þau eiga erfitt.  Og þegar ég skoða í kringum mig þá verð ég að viðurkenna að það hlýtur að vera stundum erfitt að vera miðjubarn.

Bæði ég og Steini minn erum elstu börn og höfum alltaf fengið allt sem við vildum.  Hin aumingjns systkinin hlýða stjórnlaust og veslings foreldrar okkar þora ekki annað en láta undan frekju og forystugangi enda annað augljós beiðni um vandræði. 

Því verður að taka ofan fyrir miðjubörnunum sem komast klakklaust í gegnum æsku og framhaldsár.  Þau þurfa stöðugt að vera í því hlutverki að miðla málum, að sættast á við næstbesta, að vera í minna sviðsljósi, að það séu ekki til myndir af þeim í albúminu og gestir fatta ekki hvað þau eru dugleg, flott, myndarleg, klár, sýnileg.  Og foreldrarnir, sama sagan með þau.  

En raunin er sú að miðjubarnið á alla aðdáun skilið, það er í oft snjallara og úrræðabetra en hin, það þarf raunverulega að hafa aðeins fyrir lífinu, sem er okkur öllum hollt.  Það er líka hógvært því annað getur það ekki.  

Ég er svo heppin að eiga eitt frábært miðjubarn, lítinn nörð sem er reyndar eiginlega alveg eins og ég sjálf þó ég sé fyrstabarn, veggjablóm á stundum og bókaorm sem stundum finnst bara best að vera ein í herberginu mínu.  Hún gleymist aldrei en stundum gleymist að geta þess hversu dásamleg hún er.  Við vorum skemmtilega minnt á það í síðustu viku þegar hún stóð ásamt fáeinum öðrum eftir í úrslitum hæfileikakeppni skólans síns.  

Knús og koss til þín dúllan mín, við vorum að springa af stolti og þið hefðuð náttúrulega átt að vinna:

https://www.facebook.com/photo.php?v=10200817551862108 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband