Dýrin í síđustu fćrslu

Eftir ađ ég viđrađi áhuga minn á ađ taka ţátt í hlaupinu Racing the Planet á Íslandi sem á ađ halda í ágúst, létu margir í ljósi áhyggjur sínar og vantrú á geđheilsu minni.  Ţađ er líka alveg eđlilegt, ég er bara kelling međ fullt af börnum í pilsfaldinum, marguppskorin hné, offeitar tćr og örlítiđ rúnnađan afturenda líka.  Ţađ er heimskulegt ađ leggja á líkamann ađ fara 250 kílómetra í svona rykk og óţarfi og týpískt fyrir nútímamanninn viđ fertugsaldurinn ađ finna sér eitthvađ í ţessum dúr, ýkt og óheilbrigt.

Ţetta eru allt réttmćt rök en nú er ég bara orđin alveg ómöguleg af löngun ađ fara í ţessa ansans keppni, mér finnst ótćkt ađ ţađ sé enginn Íslendingur skráđur og ţetta er nú fertugsáriđ mitt og ég ćtti ađ vera ađ gera eitthvađ ógurlega skemmtilegt, jafnvel meira en önnur ár. 

Eftir mótbárur frá einstaka góđvilja fjölskyldumeđlimum og vinum, augljóslega vel meintum međ heilsu mína fyrir augum, ákvađ ég ţví ađ leggja fyrr mig smá próf.   Standist ég prófin, ţá skrái ég mig í keppnina.

Racing the planet Iceland

Mun takmarkiđ eingöngu vera, eins og fyrir 20% ţeirra sem eru ađ taka ţátt, ađ komast á leiđarenda.  Ég mun ekki hlaupa, sem ţýđir ađ ţetta mun taka mig einhvers stađar í kringum 70 klukkutíma líklega. 

Fari svo ađ ég láti slag standa og skrá mig, ţarf ég einvala stuđningsliđ, jafnvel frá ykkur sem finnst ţetta fáránleg hugmynd. 

Mér er nokkuđ sama hvort ţeirra vann, hérinn eđa skjaldbakan, en ţau komust allavega bćđi yfir marklínuna á endanum, hvort á sinn hátt. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband