Racing the Planet - Iceland

Góða fólk.  Í haust, í ágúst nánar tiltekið, verður haldið á vegum Racing the Planet fyrirtækisins, sem er hér í Hong Kong, 250 km maraþon á Íslandi.  Hlaupið er 5 daga í röð og keppendur gista í tjöldum yfir nóttina.  50, 50,50, 80 og 20 km á dag. 

94026_iceland_logo_2.jpg

Samtökin hafa haldið þessi hlaup í nokkur ár núna og eyðimerkurhlaupin þeirra eru orðin heimsfræg.  Hér í Hong Kong eru margir sem ætla að koma til Íslands og taka þátt í þessu og hlaupið er fyrir löngu orðið fullt, með u.þ.b. 350 þátttakendur.  

 

En nú vantar okkur að finna Íslendinga í hlaupið!  Þó að listinn sé fullur og ekki hægt að skrá sig, þá finnst mér og þeim sem að þessu standa öllum leiðinlegt að ekki sé neinn Íslendingur skráður í hlaupið og hér með auglýsi ég því eftir þátttakendum.  Ef einhver hefur áhuga, endilega sendið mér tölvupóst, huldagar@me.com  og því verður komið áleiðis, og viðkomandi potað efst á biðlistann.  Það er alveg ótækt að hafa ekki okkar fulltrúa, eins og augljóst er.  

Fyrir þá sem vilja vita meira, þá er hér linkur:  

 www.4deserts.com/beyond/iceland

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að heyra þetta, vonandi færðu einhverja með þér í hlaup.  Það eru margir sem hlaupa.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.1.2013 kl. 16:40

2 identicon

Verðið er US$3,700. Það er meira en sumarfrí fjölskyldunnar kostar. Þetta er fyrir ríkt fólk.

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 12:22

3 identicon

Já þetta er mjög skemmtilegt og verður vonandi eins vel heppnað eins og best getur.  Það er einnig rétt að þetta er dýrt, og að auki er ætlast til þess að þátttakendur séu í fjáröflun fyrir einhver samtök, þ.e. að styrkja einhver samtök að eigin vali. 

Fólk hér sem ekki á sjálft fyrir þáttökugjaldinu er að safna sér áheitum og oft eru það fyritæki, jafnvel þau fyrirtæki sem  viðkomandi vinna hjá, sem eru að styrkja fólkið til að hlaupa.  Einnig koma áheitin sem fara í styrktarsjóðinn þannig, í gegnum fyrirtæki og einstaklinga.  

Vonandi kemur einhver Íslendingur til með að vilja hlaupa, ég er viss um að það eru einhverjir sem hafa áhuga.  

Bestu kveðjur,

Hulda Þórey Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 13:00

4 identicon

Það er bara það að annað ultrahlaup með svipuðu sniði er á dagskrá í byrjun ágúst og ég fyrir mína parta er nú þegar búin að gera upp hug minn að taka þátt í því.

Fríða (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband