Réttur reykingafólks

Hversu yndislegt er það að vera til í þessum reyklausa heimi sem veitingastaðir og innisvæði eru nú.  Hversu jafn ömurlegt er það að geta ekki gengið inn í byggingu eða úr, án þess að fá yfir sig spýjuna af ógeði sem loðir við fötin manns og hár og sérstaklega nú í kuldanum þar sem þetta loðir enn meira við, það er varla bygging sem ekki standa nokkrir fyrir utan og reykja. 

Mér er raunverulega ekki illa við reykingafólk og þekki marga ágæta einstaklinga sem reykja.  Þetta er eins og hvert annað persónulegt mál sem hverjum er frjálst að eiga, svo framarlega að aðrir þurfi ekki að þjást fyrir það.   En mér finnst þetta algjör viðbjóður þegar ég þarf að ganga í gegnum reykingaský frá öðrum.   Hvernig yrði fólki við ef ég stæði fyrir utan byggingu og hrækti reglulega fyrir fæturna á því?  Eða öskraði hátt? 

Þetta er óþolandi og ég skil ekki í þeim sem völdin hafa að banna ekki reykingar við innganga bygginga. 

Góða öndun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo innilega sammála! Verð einmitt mikið vör við þetta við innganga í verslunarmiðstöðum landsins og kvikmyndahúsum...

Dagný Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2012 kl. 22:24

2 identicon

Alveg sammála, bara verst að reykingafólkið fer ekki eftir þessu banni Hulda mín, stendur upp við skiltin þar sem er bannað að reykja við inngangana, kann kannski ekki að lesa :-)

Elfa (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband