Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Sprettur

Hvað er betra en göngutaktur?  Guðmundur og Gulli á Austaralandi koma helst í hugann.

 

Þetta minnir mig líka á þegar ég reyndi að rífa tennurnar úr einum gömlum og góðum á vistheimilinu.  Hann naut þess mjög þegar nýtt starfsfólk kom að láta það reyna þetta.  Hann var sá eini sem hafði þó sínar ekta tennur.  Hann var hrifinn af karlakórum sá. 

sunnudagskveðjur,


sagan af sjóferðinni til Filippseyja - partur eitt, eiginkonan í landi

fimmtudagur, desember 18, 2003

Smá fréttir af sjógörpunum. Minn er víst mikið sjóveikur og hljómaði frekar drafandi í símann í morgun, þó að sjálfsögðu væri ekki vín haft um hönd í ölduganginum. Hann bar sig samt nokkuð vel og hinir voru allir í góðu standi. Veðrið var í morgun gott og þeir voru víst að komast úr mesta hamaganginum, en nú rétt í þessu var ég að frétta að það er frekar slæmt veður og versnandi spá, 4 m háar öldur svo þeim var ráðlegt af Birni (reglulegum Filipseyjafara sem er í landi með GPS tæki) að gefa allt í botn og halda aðeins útaf áætlaðri siglingaleið, beint niður til Puerta Galera. Þeir voru víst bara að fara á 6 mílum, en þurfa að herða á sér.
Ég er búin að pakka niður allskonar drasli til að hafa með mér þarna niðureftir, er bara með miðann minn og vona að ég og börnin komist á leiðarenda, en nú hefur okkur heldur betur bæst vænlegur sauður í hópinn þar sem mín elskulega litla systir ætlar að skella sér í bikíníið og koma með okkur suður á bóginn. Hafði litla lyst á að vera eftir hér í HK þar sem spáin fyrir helgina er 9 stig!!! (munið að hér eru ekki upphituð hús). Eina vandamálið í þessu nýja ástandi er það að Pétur Starrason hefur nú engan til að hugsa um sig og ekki verður hann nú vinsæll í fluginu, svo það þarf að reyna að semja við önnu ritara um að stinga að honum gulrótum af og til. Hann sefur í augnablikinu undir gömlum naríum af Freyju (ótrúlegt hvað dýrin okkar virðast hrifin af naríum) sem Merlin ákvað að væru fínar handa honum, því það er svo kalt í húsinu að feldurinn dugar ekki til að halda honum heitum.
Ég keypti Clarins sett fyrir Önnu í jólagjöf, hlakka til að heyra hana tísta af kæti í fyrramálið þegar hún sér það.
Kveðja, Hulda

Fallegur laugardagur

Það er á svona dögum sem ég kann betur við Hong Kong en Ísland í Febrúar. Þvílíkur Bjarki og StrúllaunaðsdaguVeðurblíðar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Venjulega er hér kuldalegt og sólarlaust á þessum árstíma, við gleðjumst því óneitanlega yfir janúarmánuði sem er búinn að vera svona, og febrúar vonandi líka.  

Freyja og Elvar

 


hann

Hann opnaði dyrnar og labbaði yfir til hennar hægum skrefum, letilegur, hún var búin að svara láta vinkonu sína vita að hún nennti alls ekki að koma í hvítvínsglas, jafnvel þó tilefnið væri gott, vinkonan var að fá stöðuhækkun.

Hann var miklu yngri en hún, stundum var hún ekki í rónni yfir því.  Hann var meðalmaður á hæð og vel byggður, einn af þeim sem var frá náttúrunnar hendi fallega samsettur með stinnan rass, sterkleg læri og örlítið hjólbeinóttur.  Hann hélt unglingslegum og sterklegum vextinum þrátt fyrir að vera grannvaxinn heilt yfir og henni fannst gott að strjúka yfir þétta upphandleggsvöðvana og bakið. Hann fór í fótbolta með vinum sínum reglulega en hann þurfti ekkert að hreyfa sig til að halda vextinum.   Þau voru öll svona systkinin,  alveg sama hvernig aldurinn færðist yfir þau, þau bara héldu sér vel.  Mamma þeirra dó fyrir mörgum árum og pabbi þeirra sem var vel yfir sjötugu gat valið úr konum eins og honum þóknaðist.  

Henni fannst þetta ekki sanngjarnt, hennar megin var ansi mikil vinna lögð í að viðhalda æskuljómanum og hún fór oft í bæði jógatíma og út að hlaupa með hópnum úr líkamsræktinni.  Það gaf henni þrótt og sjálfstraust og hún naut þess en vissi jafnframt að það þýddi ekki að slá slöku við því þá myndi hún um leið bæta á sig aukakílóum og mæðast um leið og slíkt var alveg ómóðins í hópnum.

Hún hafði aldrei haft af þessu áhyggjur fyrr en hún heyrði konu úr vinnunni tala um hann; hvað hann væri að vera með henni, hann sem væri svona mikill töffari og yngri og allt það.  Það var satt það var töffari í honum og dulúð en hann lét hana samt finna að hann vildi bara hana.  Oftast að minnsta kosti.  Fyrir utan þetta eina sinn þegar þau fengu símtalið, hún vildi bara gleyma því, þó auðvitað væri það ómögulegt.  

Hann dúaði aðeins þegar hann gekk.  Það var langt á milli hnjánna. Hún fékk enn sama fiðringinn og þá þegar hún sá hann fyrst.  Það sem kveikti mest í henni var hvað hann var augljóslega spenntur fyrir henni.  Hún fór heim það kvöld og gekk frá sambanhdsslitum sem hún hafði lengi reynt að klára.

Nú bjuggu þau hérna og hún var með þenna óþægindafiðring.  Hann labbaði fram hjá henni og lagði bíllyklana á eldhúsbekkinn um leið og hann strauk í gegnum hárið.  Hún vissi að hann langaði í bjór en auðvitað fékk hann sér hann ekki. 

Hann leit á hana yfir gleraugun sem hann var nú búinn að setja upp.  Hún vissi ekki hvað koma skyldi. Þekkti hún hann yfirleitt?  Þetta var hennar heimili.  Hann brosti og spékoppurinn blasti við henni.  Hún átti í mesta basli með sig.  Hann bleytti varirnar.  Hún stóð upp. 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband