sagan af sjóferðinni til Filippseyja - partur eitt, eiginkonan í landi

fimmtudagur, desember 18, 2003

Smá fréttir af sjógörpunum. Minn er víst mikið sjóveikur og hljómaði frekar drafandi í símann í morgun, þó að sjálfsögðu væri ekki vín haft um hönd í ölduganginum. Hann bar sig samt nokkuð vel og hinir voru allir í góðu standi. Veðrið var í morgun gott og þeir voru víst að komast úr mesta hamaganginum, en nú rétt í þessu var ég að frétta að það er frekar slæmt veður og versnandi spá, 4 m háar öldur svo þeim var ráðlegt af Birni (reglulegum Filipseyjafara sem er í landi með GPS tæki) að gefa allt í botn og halda aðeins útaf áætlaðri siglingaleið, beint niður til Puerta Galera. Þeir voru víst bara að fara á 6 mílum, en þurfa að herða á sér.
Ég er búin að pakka niður allskonar drasli til að hafa með mér þarna niðureftir, er bara með miðann minn og vona að ég og börnin komist á leiðarenda, en nú hefur okkur heldur betur bæst vænlegur sauður í hópinn þar sem mín elskulega litla systir ætlar að skella sér í bikíníið og koma með okkur suður á bóginn. Hafði litla lyst á að vera eftir hér í HK þar sem spáin fyrir helgina er 9 stig!!! (munið að hér eru ekki upphituð hús). Eina vandamálið í þessu nýja ástandi er það að Pétur Starrason hefur nú engan til að hugsa um sig og ekki verður hann nú vinsæll í fluginu, svo það þarf að reyna að semja við önnu ritara um að stinga að honum gulrótum af og til. Hann sefur í augnablikinu undir gömlum naríum af Freyju (ótrúlegt hvað dýrin okkar virðast hrifin af naríum) sem Merlin ákvað að væru fínar handa honum, því það er svo kalt í húsinu að feldurinn dugar ekki til að halda honum heitum.
Ég keypti Clarins sett fyrir Önnu í jólagjöf, hlakka til að heyra hana tísta af kæti í fyrramálið þegar hún sér það.
Kveðja, Hulda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband