Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
Dásamleg fæddist og kvaddi á þessum góða degi
28.11.2013 | 14:40
Á hverjum degi hugsa ég til þín, góðan afmælisdag elsku amma. Ég kveikti á kerti og hafði kvöldkaffi í þínum anda.
Steinn Steinarr:
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn ræni þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
Knús og koss til þín elsku amma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar fjölskyldan mín var búin að fá nóg af mér að tala um Racing the Planet var vísað í þennan þátt. Eftir það er bara bent upp í loft þegar ég þarf að létta á mér um reynslu mína.
Frábær klippa úr þessum frábæru þáttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hógværð og hreinskilni
14.11.2013 | 11:42
Kæra fjölskylda, hér er jólagjafalistinn, venja hefur verið að birta hann á blogginu og ég viðheld venjunni:
1. Jo Malone ilmur, þessi algengasti, í krukku til að spreðast um oftið
2. Ellu ilmvatnið (Night eða og V, ekki Day)
3. Kaffi frá Te og Kaffi eða Kaffitár
4. Rauðir þunnir sokkar úr næloni, sem ná upp rétt upp fyrir vitlausabeinið
5. Eitthvað sem snertir Megas
6. Píputóbak (sætt)
7. Danskir sjónvarpsþættir
8. Kerti, tvær tegundir: Hvít venjuleg löng og bein. Ca 8cm í þvermál ljós steingrá eða hvít, 10 til 25 cm há
9. Prada Queen ilmurinn
10. Prufutími í Mjölni
11. Einn kennslutími á harmonikku hjá einhverjum sem getur kennt á slíkt hljóðfæri (Steini Magg takk fyrir að kveikja áhuga)
12. Ný RayBan sólgleraugu nákvæmlega eins og ég tapaði á Thaílandi, með gjörð bara að ofan, bláleit, alls ekki of sorgleg (eins og prúðuleikarnir), heldur aðeins gleiðari að neðan
13. Nýr tuner fyrir bassann
14. Skautar, mega gjarna vera notaðir, stærð 41
15. Gömul útgáfa af einhverri bók eftir Stein Steinarr
16. Ef Ólafur Jóhann gefur út bók í ár, hana
17. Nýjustu seríuna af "the good wife"
18. Kveikjari sem er langur
19. Marshall headset
20. Hárrúllur með frönskum rennilás, stærsta gerð sem hugsast getur, ca 6 stykki
21. Íslenskur fáni ca 50 cm á langa veginn
22. Vínflöskuupptakari, má gjarna vera notaður
23. Nokkrar klukkustundir af rafvirkjun (með rafvirkja inniföldum)
24. Kaffihússferð með þér einni / einum, á það kaffihús sem þér finnst sérkennilegast / skemmtilegast á öllu höfuðborgarsvæðinu
25. Snjóþota
26. Höfuðljós
27. Kennsla í að skipta um viftureim (má gjarna fylgja með reim í Kia morning)
28. Finna þá og gefa mér miða á tónleika með Gildrunni
30. Náttbuxur úr flóneli, alveg beinar upp og niður, ekki með teygju að heitið geti (hlutfallslega í mesta lagi 30 prósent ummáls)
31. Táhringur, silfur, plain
32. Linar mömmukökur
Ég hef nú ekki miklu meira við þetta að bæta.
KK
Sú hógværa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)