Einmana

Ég ólst upp í litlu þorpi úti á landi og leið vel í samfélaginu.  Skólaárin voru notaleg og sérstök, þökk sé meðal annars óhefðbundnum kennsluaðferðum Péturs Þorsteinssonar og fleiri góðra kennara sem þarna voru.  

Ég gleymi því seint deginum þegar ég fór til Reykjavíkur og fann tilfinningu frelsis og nýheita og fór í fyrsta sinn í strætóinn til að komast í menntaskólann, og svo þegar ég gekk inn í stofnunina og hlakkaði til að hlakka til þessa nýja kafla. Líklega hafa flestir gengið í gegnum þetta svo það þarf lítið að útskýra. 

Ég fór að leita mér að skólastofu og gera það sem gera þurfti og mjög fljóstlega varð ég vör við þessa tilfinningu sem ég gat engan veginn útskýrt.  Klárlega ekki gleði eða tilhlökkun.  Þegar leið á önnina var hún enn þar.  Og ári seinna var hún enn þar. 

 

Og þetta var þessi einmanaleiki. 

 

Innan veggja skólans var ákveðið skipulag og flestir sem þar voru, til heyrðu hópum sem komu saman í skólann og þar sem þarna var ekki bekkjarkerfi, hitti maður fyrir mismunandi fólk í hverri kennslustund.  Í fyrsta sinn á ævinni var ég vör við það hversu mikilvægt það var mér að tilheyra hópi og vera partur af samfélagi sem var þéttofið.  

Ég gleymi því ekki hvað það var erfitt að ganga inn um dyrnar á hverjum einasta degi,  dag eftir dag, og vita, að enginn, ekki ein sála innan veggja skólans, myndi taka eftir því hvort ég mætti þennan daginn eða ekki.  

 

Ekki ein mannvera. 

 

Það var þar til ég hitti samsálu mína frá Kirkjubæjarklaustri sem án efa bjargaði mér frá andlegu dauðsfalli.

 

Það mun ég skrifa um næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hulda mín, ég held að enginn sé einmitt eins einmana og í fjöldanum þar sem maður er nánast ósýnilegur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2013 kl. 14:29

2 identicon

heilmikilll sannleikur í þessu Hulda - og samt kemur mér á óvart að heyra frá þér að ÞÚ hafir upplifað þessa tilfinningu, eitthvað sem ég hefði ekki átt von á að heyra. En svona er lífið, oft allt annað en við hefðum haldið...

Aldís Björns (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 15:17

3 identicon

Sælar, já þetta er svona, það er auðvelt að týnast í fjölda, sér í lagi þegar maður elst up í vernduðu þorps- og sveita umhverfi.  Maður býr sér til einhverja veröld samt, sem betur fer ágæta, en tilfinningin er samt þar. 

Hulda Þórey Garðarsdóttir (IP-tala skráð) 9.4.2013 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband