Að vera útundan

Ég hitti nýverið tvo einstaklinga sem tjáðu mér að ég hefði beitt þá einelti og margir aðrir einnig.  VIðkomandi voru í nokkuð ágætu formi og höfðu til allrar hamingju alist upp án þess að einelti hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar, en þetta sat í þeim og þó ég hefði sjálf ekki upplifað það svo að ég hefði verið gerandi þá áttu öll rök og skýringar þeirra fullan rétt á sér og ég varð að samþykkja að ég hafði jú verið ósanngjörn og andstyggileg.

Sem betur fer hefur eineltisumræðan farið af stað og í dag eru fleiri meðvitaðir en áður.  Ég vona að mínir krakkar verði hvorki gerendur né þolendur og hef sjálf reynt að hemja mínar óendanlegu hvatir til þess að stríða fólki, því nú geri ég mér grein fyrir því að það er ekki alltaf jafn sjálfsagt að taka slíkri stríðni, sér í lagi ef hún er síendurtekin.

En ég ætlaði nú ekki að skrifa um einelti.  Mér bara fannst að ég yrði að segja þetta því ég ætlaði að segja aðeins frá því hvernig er að vera útundan, þ.e. minni eigin upplifun af því. Og það er eitthvað svo lítilvæglegt í samanburði við það að vera beittur einelti að ég eiginlega skammast mín aðeins fyrir að vekja einu sinni máls á því.

En þjóningar eins gera ekki endilega annars neitt minni og það er alveg í lagi að segja frá án þess að vilja meðaumkun fyrir það.  Svo að ég mun í næsta bloggi segja frá því hvernig var að vera útundan.

Allir sem ég hef beitt einelti í fortíðinni, beint eða óbeint, ég bið ykkur innilega afsökunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2013 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband