Ég á erfitt með að skilja þetta

Hvernig getur einstaklingur komist inn á þing með því að vera kosinn í flokkskosningum fyrir ákveðið landssvæði og síðan setið áfram á þingi þegar hann segir sig úr viðkomandi flokki?

Mér sýnist á öllu að þjóðin sé með ormana eins og við segjum hér um borð ef hún sammælist um að þetta sé eðlilegt. 

Og mér finnst það heigulsháttur að klára ekki kjörtímabilið með þeim flokki sem fólk þó er búið að spyrða sig inn í í upphafi kjörtímabils og lætur svo eftir sér að klára ekki.  Er það ekki klassískt fyrir nútímamanneskjuna að láta ekki á reyna almennilega, hætta bara við þegar á móti blæs?  

Og í ljósi allra hrókeringanna sem virðast vera að eiga sér stað, er það raunverulega réttlætanlegt að hafa flokkakerfi yfirleitt?  Erum við ekki hvort sem er að kjósa einstaklingana?

Mín skoðun er sú að landið er of lítið, þjóðin of fámenn.  Það þarf að ráða í stöðurnar og reka fyrirtækið Ísland með fólki sem hefur til þess réttindi og þekkingu.  Ekki flokksskírteini.  

Og deili ég ekki á neinn sérstakan með þessu, það eru margir mjög góðir einstaklingar á þingi.  Kerfið er bara ekki að virka.   

Hér í Hong Kong er heilbrigðisráðherrann úr heilbrigðisstétt.  

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Þegar fólk hefur verið kosið á þing vegna flokks sem það er í og segir sig úr honum vegna einhvers sem kemur uppá og það líkar ekki og segir sig úr hefurþað svikið kjósendur sína svo einfalt er það það á að fara af þingi svo aðrir komist að því það á ekki að fá laun fyrir að svíkja fólkið sem það kaus....

Jón Sveinsson, 29.1.2013 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband