Ekkert foreldri ætti að þurfa að lifa barn sitt

Það hlýtur að vera mesta grimmd sem hugsast getur þegar lífinu er svona hagað. Ungur maður varð úti á Kópaskeri núna um helgina. Áður en ég fékk þessa frétt hafði ég verið að skoða í gegnum þorrablótsmyndir frá staðnum nokkrum klukkutímum áður og einmitt hugsað með mér hvað hann var flottur í tauinu þarna, ég hafði ekki oft séð hann í jakkafötum.

Hann átti ekki alltaf auðvelt líf. Honum var oft strítt og hafður útundan og hann var sannarlega sérstakur á margan hátt. Í honum voru allskonar andstæður og í eina röndina var hann ótrúlegur lurkur, rammsterkur og grófur en í aðra var hann hinn ljúfasti ég gleymi seint t.d. þegar hann átti kettlinga eitt árið hvað hann sinnti þeim af blíðu og natni. Og með einstaklinga sem ekki eru eins og meðalmaðurinn, þá er stundum ósköp gott að alast upp í svona litlu þorpi. Ég held að ég megi fullyrða að flestir finni sér farveg og á Kópaskeri átti hann sér sína rútinu og eftir því sem ég best veit, gott líf og góða vini.

Þegar fólki er kippt svona í burtu í miðju lífi er maður minntur á hversu ódauðleg við erum öll. *   Í litlu þorpi hefur svona mikil áhrif. Og fjölskylda, móðir og systkini sitja eftir með mikla sorg.

Ég sendi mínar samúðarkveðjur til ykkar allra.

 

*  þetta átti að sjálfsögðu að vera, að við erum ekki ódauðleg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með þér Hulda mín, blessuð sé minning þessa drengs.  Ég er búin að hugsa oft til hans þessa daga og hve lífið getur oft verið hverfult og tekur óvænta sársaukafulla stefnu.  Tek undir samúðarkveðjur til aðstandenda hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2013 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband