Hvar er heima?
20.1.2013 | 06:15
Halló aftur, nú er næstum liðinn mánuður síðan ég settist niður og skrifaði síðast og er ástæðan ferðalög og sú að það tekur tíma að komast aftur inn í venjulega rútínu og aðlaga líkamsklukkuna.
Nú erum við búin að búa í næstum 12 ár hér í Hong Kong og ég man ekki alveg hvenær það var að þetta varð "heima". Ísland er ennþá "heima" á margan hátt og líklega er ég nú að sættast á að heima eru margir staðir. Einnig innan Íslands.
Það góða við þetta er að á hvorn staðinn sem ég kem, er tilfinningin góð. Núna í síðustu ferð til Íslands var ég örlítið smeyk um að það yrði erfitt að koma aftur til Hong Kong og það er satt, það var ekki alveg eins notalegt og allaf að lenda - og svo tók nokkra daga að ná úr sér ferðahrollinum.
Svo fór ég smátt og smátt inn í rútínuna og þegar ég var komin á skógarslóðann með Arthúr og farin að njóta morgungöngutúranna, hitta systkinin og finna taktinn, þá fann ég aftur að heima er best. Og í þessu augnabliki er heima hér.
Næst þegar ég kem til Íslands er ég viss um að það verður aftur heima. Þegar ég keyri aftur Núpasveitina, veit ég alveg fyrir víst að það verður tilfinning um að koma heim líka.
Mikið held ég að það sé voðalegt að finnast maður eiga hvergi heima.
Athugasemdir
Já Hulda mín það er alltaf notalegt að koma "heim", og heima er þar sem hjartað er ekki satt?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2013 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.