Ýmislegt jákvætt

Það er svo gott að koma heim og fá og sjá og finna allt það góða sem Ísland hefur upp á að bjóða.  Meðal annars, síðustu daga:

1.  Fallegt veður og skyggni þegar sólin er að setjast.

sólarsetning

2.  Ákaflega hjálpsamt fólk.  Þegar maður kemur inn í búðir og þjónustustaði þá er fólkið áhugasamt um að hjálpa, raunverulegar lausnir í boði.

3.  Diddú, Ragga Gísla og Gissur Páll.

4.  Rás eitt. 

5.  Fallegur miðbærinn með frábærum veitingastöðum.

6.  Tjörnin.

7.  Kormákur og Skjöldur, nú á ég glaðari mann.

8.  Arineldur.

9.  Mjólk, smjör og skyr.

10. Traust og fámenns-samfélags-stemming.

Fyrir utan þakklæti yfir að hitta yndislega fjölskyldu og vini, þá er alltaf jafn gott að vera minntur á hversu gott landið okkar er.  Ég man sem barn þegar ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum stæði á því að í þessum risastóra heimi væri ég fædd í þessu pínulitla þorpi, Kópaskeri, á þessu pínulitla landi, - mér fannst þetta svo sérstakt.  Ég var samt glöð yfir því þá og enn glaðari nú.

Kveðja undan teppi og kaffibolli í hönd. 

H

Ps.  Má ég mæla með Ríó Tríó jólaplötunni, hún er jafn góð og Ellý og Vilhjálmur, langt framar öllu nýlegu að mínu mati. 

ríótríó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Hulda mín við eigum bæði einstakt og undursamlegt land, og leitt til þess að vera að til er fólk íslendingar sem vinna að því að koma okkur undir erlend yfirráð.  Það er óþolandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2012 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband