Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Íslendingar í Hong Kong

Á hverju ári gerum við Íslendingarnir hér í Hong Kong okkur dagamun og höldum hálfgerð litlu-jól, oftast á bátnum okkar í Pak Sha Wan.  Það er sérstakt og gaman að koma svona saman, því við erum öll einhvernveginn úr sitthverri áttinni og eigum eiginlega bara sameiginlegt að vera frá Íslandi. 

Sumir eru búnir að vera hér í langan tíma og aðrir bara stutt en allir eiga það sameiginlegt að finnast gott að koma saman, borða íslenskan jólamat og drekka malt og appelsín.  Jólasveinarnir heimsækja okkur og þó í ár hafi þeir Hurðaþefur og Bjúgnaskellir verið frekar sérstakir þá vöktu þeir lukku hjá ungum og suJólasigling Íslendinganna í Hong Kongmum eldri.  

Mér finnst alltaf jafn notalegt þegar þessi árstími kemur og hér í Hong Kong er oftast heitt svo það er svo gott þegar fer að kólna og maður hefur ástæðu til að setja á sig ullarsokka og draga teppið yfir sig.   Og þó við séum ekki að velta okkur uppúr því dags daglega hvað allt sé gott á Íslandi (það er auðvelt að muna eftir ferska loftinu og vatninu og ýmsu öðru) þá er maður þægilega minntur á það hvað margt íslenskt er gott þegar við komum svona saman.  Og að halda í hefðirnar þó við séum búsett svona langt í burtu finnst mér afar mikilvægt.  Íslensk jólalög, maturinn og stemmingin sem tengir okkur saman í þessari veislu.  

Kæru Íslendingar í Hong Kong, takk fyrir þennan góða dag, ég held að við höfum verið næstum því 40 talsins í ár.  Góða aðventu.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband