Mig vantar klappstýrur elsku vinir

 

Ég er ennþá bara venjuleg voðalega upptekin mamma sem er á hlaupum við að reyna að halda töskunni minni innan eðlilegrar handtöskuþyngdar.  

Þá meina ég náttúrulega að í augnablikinu geymir taskan allt sem meðalmanneskjan þarf til að lifa af mánuð í vinnu, prívatlífi, sporti og skólamálum barna sinna, plús lykla, mat, andlitsfarða (Ok ekki svo þungt en ég set á mig maskara af og til) og svona eitt og annað sem detturþarna ofan í.

Þetta á alls ekki við mig meyjuna.  

 

 

 

Margar margar fæðingar, margir margir frábærir gestir, mörg mörg vinnutengd verkefni, ný ljósmóðir í aðlögun, loksins yndislegur sonurinn kominn heim, síðustu vikurnar með elsku Freyju hérna heima áður en hún fer í heimavistarskólann, konsúlsstörfin með allra mesta móti, og svo þarf náttúrulega að reyna aðkoma svefni og þjálfun inn í þetta.  

 Racing the Planet 17 june

Svo héldum við Íslendingarnir 17 Júní hátíðlegan og Racing The Planet keppendur komu saman og hlustuðu á helstu staðreyndir um Ísland, þ.e. að við gerum flest mest og best.  Feitast, hæst, oftast, og best. 

 

 

 

 

Og nefnið helst ekki Snowden, það tók ca 300 símtöl og tölvupósta að sortera úr fjölmiðlum, auk þess sem kalla þurfti á lögreglu og ljósmyndarar eltu mig á röndum í nokkra daga.  En allt er þetta nú gott og ég er ekki að kvarta, bara að pústa. 

 

En mig vantar allan ykkar stuðning, vinsamlegast látið í ykkur heyra nú og síðar, ég veit að á endanum kemst ég líklega á leiðarenda vegna þess að það verður alltof hræðilegt að valda ykkur öllum vonbrigðum - svo ég bið hér með um að þið sparkið mér áfram og öskrið hátt. 

 
Bloggið er hér: 

 http://www.4deserts.com/blogs/il_comptetior_blog.php?pid=MTk4Mw==&blog=128

 

 

Strúlla og Anna Hildur eiga heiðurinn að þessu lagi, þvílík snilld.  

 

Áfram áfram.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Hulda.

Ég veit að þú ert búin að æfa þig vel í langan tíma núna og ég hef 100% fulla trú á þér. Ef það er einhver sem ég þekki sem er nægilega staðföst til að klára svona verkefni þá ert það þú. Þú ert algjör hörkunagli, þú ert kjarkmikil, þú ert heiðarleg, þú ert staðföst, þú ert besti vinur sem hægt er að hugsa sér, þú ert klár og umfram allt þá ertu frábær eins og þú ert :-)

Ég hlakka til að fá að fylgjast með þér, þú ert mér fyrirmynd - ég vildi að ég væri jafn dugleg eins og þú.

Áfram svo og ekkert væl

Þín vinkona

Birna Kristín

Birna Kristín (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband