... ekki get ég ímyndað mér það.
Dagur með göngutúr um hólana hér í kring, armbeygjum bekkjunum og góðri tónlist. Ein góð kona skrifaði um hvað einveran er stundum góð og þessir morgnar í kyrrðinni eru einmitt þannig. Fjarri öllum skarkala, nema þá einstaka pönklagi eða rokki.
Það er fátt ljúfara en að tylla sér á stein og skima út á sjóinn á ekki neitt sérstakt, með Arthúr andandi á annað hnéð á mér, fullan af gleði. Sól og fuglar.
Elvar ofurkokkur freistaði mín með súkkulaðiköku sem ég að sjálfsögðu neitaði.
Brokkólí er það heillin. Og Leonard Cohen. Mal mal.
Kveðja úr æfingabúðunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.