Rafmagnslöggan

Ég las nokkuð góðan pistil í morgun eftir einn ágætan Kolbein Óttarsson sem ég hafi nokkuð viss um að ég hafi haft sem kærasta í 2 daga þegar ég var 10 ára. 

Hann talar um hvað okkur er öllum orðið tamt að segja hinum fyrir verkum.  Mikið er ég sammála honum og viðurkenni um leið að ég er engu skárri.  Á sama tíma, bara við að halda áfram að lesa blaðið þá sér maður að hann hefur alveg rétt fyrir sér.  Blaðið er fullt af allskonar reglu - umræðu. 

Hvað má segja, hverju má gera grín að, hvernig skulu börn, foreldrar og aldraðir haga sér (hvernig skyldi ástandið vera á Hrafnistu þar sem aldraðir velta líklega um blindfullir, hver um annan) og fleira og fleira.

Það sem var samt brandari dagsins hjá mér var, 3ja daginn í röð, umræðan um rafmagnstæki af vellinum.  Á hverri mínútu sem líður, styttist í alvarlegt slys - segir formaður rafiðnaðarsambands Íslands. 

Á hverri mínútu!  Mér þætti gaman að vita hver þessi gríðarlega hætta er.  Nú er ljóst að ameríska þjóðin öll er ekki í meiri hættu en sú íslenska vegna lélegra rafmagnstækja eða hvað?  Þarnfa eru á ferðinni tæki sem verið er að keyra  á upgefinni spennu eftir sem áður, það er bara búið að spenna niður 230 v í 110.    Hver er hættan?  Ætlar lekaliðinn ekki að virka eins vel, ef hans er þörf?  Eða hvað mun gerast? 

Getur verið að okkar venjulegi íslenski hroki alveg að fara með okkur, eða eru kanski hagsmunaárekstar á ferðinni?  Er einhver þarna úti sem vill ekki að nokkur hundruð þvottavélar fari ódýrar inn á neytendamarkaðinn? 

Er það raunverulega ólöglegt? 

Stundum finnst við svo kjánleg, þessi þjóð.  Við erum í miðri kreppu og fólk á ekki fyrir mat.  Hendum samt þúsundum rafmagnstækja því þau eru ekki rétt merkt.

Nú er ég með glænýja ameríska hrærivél hér inni í búri hjá mér sem ég kippti með mér frá Hong Kong.  Hún er með þessum fína spenni sem ég tengdi hana í og virkar þrusuvel.  En eftir lestur blaðsins glamra í mér tennurnar af skelfingu, fyrst og fremst náttúrulega því ég er hrædd um að fá raflost og innri líffæri fari í verkfall, svo er það náttúrulega minnisleysið sem ég má búast við á næstunni, eða á næstu mánuðum eða jafnvel árum, en hræddust af öllu er ég við


Rafmagnslögguna! 

...skyldu þeir banka upp á á eftir???

aja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband