þetta grunaði mig
17.2.2013 | 13:00
Það er morgunljóst að ég er ekki aðalbloggarinn hér á Mbl þrátt fyrir góðan vilja. Enginn hefur svarað spurningunni minni!
Ályktun mín er sú sem ég var fyrirfram búin að gefa mér: Það var aldrei ríkisstjórn sem (v)(Þ)-ið vorum ánægð með. Þjóðin vælir og skælir endalaust, það er alveg sama hvaða stjórn við erum með, enda er ekkert að marka flokkana, fólk skuldbindur sig ekki meira en því þóknast og flakkar á milli eftir behag.
Viljið þið virkilega fá aftur Finn, sem syndir með litlu Ripp Rapp og Rupp í tanknum sínum sem VIÐ sjálf kusum að fylla af peningum hér um árið? Er einhver sem réttir up hönd? Haldið þið að "hin" ríkisstjórnin myndi hafa tekið betur á þessum peningamokstri einstaklinga sem voru í pólítík og eignarhaldi um leið?
Nú hlakkar í mörgum yfir því að Steingrímur sé að hætta í sínu forystuhlutverki en ég skal segja ykkur það að það var ekki Steingrímur sem setti Ísland á þann stað sem það er í dag. Og sama hvað fólki finnst um hægagang, þá er verið að taka á málum og smám saman koma landinu í rétt horf.
Heldur fólk virkilega að hlutirnir breytist með nýrri stjórn? Það eina sem mun gerast er að öllu verður umvent á ný, ráðuneytin endurræst með nýjum nöfnum og tilheyrandi sameinginum, allt sem gert er í dag verður gert hinsegin á morgun. Næstu 4 árin. Svo byrjar rúllan upp á nýtt.
Er einhver hér sem heldur að hlutirnir hefðu verið betri með annarri ríkisstjórn? Af hverju þá og ég spyr aftur, hverjir hefðu þá setið í þeirri ríkisstjórn og hvað hefðu þeir/þær staðið fyrir? Enn er hæt að svara i skoðanakönnuninni minni.
AÐ sjálfsögðu er ég ekki sammála öllu sem er verið að gera í ríkismálunum og ég hef mikla samúð með því fólki á Íslandi sem á um sárt að binda. En ég er alveg óssamála því að þessi ríkisstjórn sé að búa til meira tjón en við sjálf bjuggum til með því að haga okkur eins og við gerðum og m.a. með því að kjósa þá ríkisstjórn sem var á undan. En ég fæ ekki séð annað en fólk sé að biðja um það á ný.
Ég er reyndar hvorki með né á móti. Ég styð engan sérstakan flokk því mér sýnist þetta bara vera eiginhagsmunapot, með nokkrum undantekningum.
Ég vil ekki þakka þessari núverandi stjórn neitt sérstaklega heldur og skil t.d. alls ekki hvernig stendur á því að Jón Bjarnason er ekki búinn að koma opinberlega fram og biðja mann minn afsökunar á að kalla hann lögbrjót í sjónvarpi. En mig langar samt að segja að mér finnst Steingrímur J. langt því frá eiga skilið þær svívirðingar sem yfir hann hafa gengið á undanförnum mánuðum. 'Eg hugsa að það sé leitun að manni með minni eiginhagsmuni fyrir brjósti, a.m.k. þar til hann fer nú að vinna í kjördæmismálunum þar sem eiginhagsmunir (kjördæmahagsmunir) hljóta að eiga að vera drifkrafturinn í þátttökunni. Mér finnst Steingrímur eiga heilmikið hrós skilið og ég þakka honum vel unnin störf. Ég held að það hafi verið ástæðan fyrir að ég byrjaði að skrifa þessa langloku.
Með bestu kveðju úr ópólítíska sófanum mínum. Ég vona að vanda, að enginn móðgist.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.