eitt það besta

er að eiga systkini.

Ég er áður búin að skrifa um þetta en það er án efa eitt það besta sem foreldrarnir gerðu fyrir okkur öll, það var að búa til hin.

Til að mynda í dag kom yngri systirin sem hér býr og eyddi með okkur stúlkunum á bænum deginum.  VIð fórum í hike yfir til Sai Kung þar sem við sátum lengi og gæddum okkur á síðbúnum morgunverði á meðan litlu stúlkurnar léku sér á torginu.  Við meira að segja gripum þennan fyrirtaks blómavasa með í lok göngunnar. 

Svo var miðdegisblundur hér um borð, horft á þá ágætu mynd American Beauty sem á erindi til allra og loks örlítil verslunarörferð með unglingsstúlkunni, og svo sunnudagsborgari í boði Elvars ofurkokks.  

Að hanga svona saman og gera "ekki neitt" eða þannig, er ekki hægt með neinum nema systkinum manns.  Aðrir verða bara hálf sturlaðir af svona stöðugri samveru.  Það er ýmist hægt að blaðra um ekki neitt eða segja ekki neitt, maður þarf ekkert að hafa fyrir neinu.

En þetta var góður dagur, þökk sé foreldrum mínum fyrir þessi góðu systkini, Bekku nánar tiltekið, í dag allavega. 

Þess mal bloggi var sérstaklega beint til Steina míns sem á erfitt með svona pósta. Kærar kveðjur fuglinn minn.  systkinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband