Landsbyggðin og höfuðborgarsvæðið
17.11.2012 | 04:26
Ég sé að bloggið logar allt af pólitískri umræðu. Það er mikið rætt um það hvor étur meira af hinum, landsbyggðin eða höfuðborgarsvæðið. Það er greinilegt að fólk horfir á þetta mjög frá misjöfnu sjónarhorni.
Ég fylgist ekkert mjög náið með, en minnist þó ekki að hafa séð margar greinar um sameiningu höfuðborgarsvæðisins alls, - lítil frétt um daginn um að Garðbæingar ætluðu af náð og gæsku að taka aumingja gjaldþrota Álftanesið undir vænginn, en annars er ekki mikið um þetta rætt.
Möguleg færsla á flugvellinum fékk gríðarlega umræðu úr öllum áttum.
Ég fæ alls ekki skilið af hverju sameining höfuðborgarsvæðisins er ekki augljós og eitt stærsta málið sem ætti að vera á dagskrá þessa dagana, getur einhver frætt mig um þetta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.