Bloggbyrjun
1.11.2012 | 14:26
"Þú ert bara alltaf á Facebook" fékk ég að heyra um daginn. Það var sannmæli því ég nota Facebook mikið og ef ég er í tölvunni eru hún oftast opin, svipað og Skype var áður. Það er auðvelt að nota hana, skilaboð og spurningar komast hratt og vel áleiðis og ég fæ svar um hæl við öllu. Það er líka svo auðvelt að nota Facebook í vinnunni til að ná til hópanna sem ég er að vinna með.
Böggull fylgir þó skammrifi og þetta er tímaþjófur og er þvi miður búið að taka í burtu þá annars góðu hefð að blogga eða halda dagbók, sem var eitthvað sem ég gerði alltaf áður, eða allt frá því ég flutti hingað til Asíu fyrir rúmum ellefu árum. Var svo komið fyrir blogginu að enginn las það lengur því Facebook var miklu fljótari með fréttirnar og fólk nennti ekki að bíða eftir bloggfærslum. Og ég nennti ekki að skrifa þær. Því miður hefur þetta orðið til þess að það er stórt gat í "dagbókinni" - og ég nenni ómögulega að fara í gegnum Facebook til að fletta í gegnum eigin þankagang og minningar um ferðir, gesti, daglegar athafnir.
Því hef ég ákveðið að byrja aftur að blogga og hér með hefst það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér. Annars skoðaði ég af og til gamla bloggið. kv.Elfa
Elfa Rún (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 08:34
Voda gott. Eg er lika byrjud ad blogga aftur en enginn nema Elfa les :) Sem er meira en nog.
Bekka (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 12:07
Frábært kæra vinkona, mikið hlakka ég til að fylgjast með þér. Þú ert svo ansi skemmtilegur penni :-)
Bekka mín endilega sendu mér bloggið þitt líka
Kær kveðja ú 4° og rigningu (lenska að segja frá veðri)
Birna
Birna Kristín (IP-tala skráð) 28.11.2012 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.