99 dagar til stefnu - Racing the Planet

Nú er allt að gerast í þjálfuninni okkar systra og það er orðið staðfest að við erum báðar skráðar í hlaupið góða, ásamt með vinkonu okkar og myndum við þar með lið, sem einnig er staðfest að mun heita ICELAND PLUS. 

 

Sem sannkallaðar íþróttagyðjur þá leggjum við náttúrulega fyrst og fremst áherslu á útlitið, þjálfunin er númer tvö, og því er verið að hanna á okkur gallana og haft að leiðarljósi að engin appelsínuhúð geti nokkru sinni sést í gegnum spandexið. 

 

Og verið er að leita að söng, því við munum koma inn með armageddon style og það verður að vera afar powerful lag sem hljómar með. 

 

Allskonar frábærar fréttir varðandi stuðningsaðilana og skemmtun á fjöllum og líka í endamarkinu, en við hlökkum náttúrulega alveg svakalega til að hitta einhverja ættingja og vini á endastöðinni, líklega í Bláa Lóninu eða við það svæði, þann 10. ágúst.  

Segja okkur vinir sem hafa gert sambærileg hlaup að það sé ansi líklegt að við munum ekki hlaupa í mark í orkumiklum spretti, heldur frekar hökta á sundurklipptum skóm því neglur muni detta af og blöðrur setja mark sitt á göngulag og stíl.  

Við kippum okkur ekki upp við þetta og þjálfum nú stíft, - ca 100 sinnum styttri vegalengdir - en þjálfum þó.  

 

Við höfum fulla trú á okkur sjálfum.  Amk ég á henni og hún á mér.  Og við á okkur.  

 

Hér er eitt viðeigandi: 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha flottastar, gangi ykkur vel.  Góður punktur þetta með appelsínuhúðina

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 18:14

2 identicon

Ég hef fulla trú á ykkur systrum og dáist af ykkur.

Ég mun að sjálfsögðu taka á móti ykkur við marklínu og efast ekki um að þið munuð bera höfuðið hátt og skokka í mark :-)

Luv. Birna

Birna Kristín (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband