Þjálfun fyrir Ísland, dagur eitt. Finnst einhverjum skemmtilegt að lesa það?

... ekki get ég ímyndað mér það.

 

Dagur með göngutúr um hólana hér í kring, armbeygjum bekkjunum og góðri tónlist.  Ein góð kona skrifaði um hvað einveran er stundum góð og þessir morgnar í kyrrðinni eru einmitt þannig.  Fjarri öllum skarkala, nema þá einstaka pönklagi eða rokki.  

Það er fátt ljúfara en að tylla sér á stein og skima út á sjóinn á ekki neitt sérstakt, með Arthúr andandi á annað hnéð á mér, fullan af gleði.  Sól og fuglar.

 img_2011.jpg

Elvar ofurkokkur freistaði mín með súkkulaðiköku sem ég að sjálfsögðu neitaði. 

 

Brokkólí er það heillin.  Og Leonard Cohen.  Mal mal.

 

Kveðja úr æfingabúðunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband